|
|
|
|
|
|
|
|
Fjórir
hornsteinar menntunar |
Menntastefna í mótun
Íslensku
menntasamtökin (ses) eru hluti af alþjóðlegu samtökunum "The
Council for Global Education". Samtökin eru ekki rekin í
hagnarskyni en byggja stefnu sína á fjórum hornsteinum menntunar:
sameiginlegum gildum, eflingu heimsskilnings, afburða færni í lífi
og starfi, og þjónustu við mannkynið. Þessir hornsteinar hvíla á á
tólf undirstöðureglum menntunar
[meira].
Sameiginleg gildi
Fræðsla um sameiginleg siðagildi felur í sér að börnum er
innrætt virðing, heiðarleiki og umburðarlyndi gagnvart öðrum.
Slík uppfræðsla er undirstöðuatriði í þroska barnsins og
menntun þess skilar ekki tilætluðum árangri án hennar. Siðræn
gildi gæða verkin merkingu. [meira] |
Hnattrænn
skilningur
Börn verða
að læra að líta á fjölbreytni hvað varðar þjóðerni, tungumál
og menningu sem kost en ekki galla. Markmiðið er samkennd og
virðing, eðlileg færni í mannlegum samskiptum og aukinn
skilningur. [meira] |
Allt er gert
framúrskarandi vel
Markviss menntun
stefnir að því að barnið temji sér að gera allt framúrskarandi
vel. Barn sem gerir þetta að leiðarreglu í lífi sínu verður
betur í stakk búið til að þroska hæfileika sína til fulls og
ná framúrskarandi árangri. [meira]
|
Þjónusta við
mannkynið
Hvetja
verður börn til að leggja sitt af mörkum til að bæta heiminn.
Þegar barn lærir að sinna umhverfi sínu og þeim sem þurfa á
hjálp að halda styrkist sjálfsmynd þess og það fær hvatningu
sem skólavistin ein saman getur ekki veitt. [meira] |
|
12 atriði
sem tryggja góða menntun
- Kennari
sem er góð fyrirmynd
- Skóli
sem vinnur náið með fjölskyldum nemenda
- Skóli
sem býður upp á hvetjandi umhverfi
- Skóli
sem notar kjörorð til að lýsa hugsjónum að baki
skólastarfinu
- Skóli
sem notar tónlist, líkamshreyfingu og listgreinar til að
dýpka tilfinningar og fága skapgerð
- Foreldri
sem sýnir gott fordæmi
- Heimili
sem er ástúðlegt umhverfi
- Skóli og
foreldrar sem hvetja barnið til að reyna fyrir sér og
vera skapandi
- Skóli
sem leggur áherslu á námsferlið, ekki aðeins sjálfa
fræðsluna
-
Skólaumhverfi sem veitir fræðslu um lönd,
menningarheildir, trúarbrögð og tungumál
- Skóli og
heimili sem hafa samráð og samstarf til gagns fyrir
sérhvert barn
- Skóli og
heimili sem eru stöðugt að læra og taka framförum
|
|
|
|
|