|
Íslensku menntasamtökin ses voru stofnuð á grundvelli starfs sem
Böðvar Jónsson, lyfjafræðingur á Akureyri, hóf árið 1997. Böðvar
var ósáttur við uppfræðslu barnabarna sinna og fékk brennandi
áhuga á skólamálum. Hann frétti af starfi menntasamtakanna "The
Council for Global Education" í Bandaríkjunum og bauð einum
stofnanda þeirra, dr. Sunita Gandhi, til Íslands í apríl 1997. Að
frumkvæði hans buðu ýmsar stofnanir Dr. Gandhi að halda
fyrirlestra, þar á meðal Heimili og skóli og Kennaraháskólinn í
Reykjavík. Allmargir hafa síðan fengið áhuga á hugmyndafræði "The
Council for Global Education" og hún hefur verið tekin upp í
starfi þriggja skóla, Hrafnagilsskóla, Smáraskóla og Grunnskóla
Önundarfjarðar. Grein er gerð fyrir starfsemi þessara skóla hér á
vefsíðnunum. Að auki hafa þjálfunarnámskeið kennara og almennir
fundir vakið athygli almennings og fjölmiðla.
Samþykkt var í samráði við stjórn The Council for Global Education
að starfið á Íslandi yrði gert formlegt undir nafni Íslensku
menntasamtakanna og þau fengju fulla aðild að "The Council for
Global Education" í Bandaríkjunum. Skriður komust á þetta þegar
ákveðið var að gera tilboð í skólann í Áslandi í Hafnarfirði og
formleg viðurkenning stjórnvalda á ÍMS sem sjálfseignarstofnun,
sem rekin er án hagnaðarsjónarmiða, var talin henta stefnumiðum
samtakanna betur. Málið var kynnt þeim sem höfðu komið að þessu
starfi á undanförnum árum og þeir einstaklingar sem taldir eru upp
hér að neðan samþykktu að taka sæti í ráðgjafanefnd samtakanna.
Samtökin munu beita sér fyrir ýmiskonar verkefnum til stuðnings
menntastefnu
"The Council for Global Education" og þau fela í sér aðstoð af
ýmsu tagi við alla skóla sem hafa áhuga á þessari skólastefnu, m.a.
þjálfun kennara
og
hvatningarverðlaunum.
Skólaverkefnið í Hafnarfirði verður eitt þessara verkefna.
Ráðgjafar:
-
Andri Ísaksson,
fyrrv. prófessor við Háskóla Íslands
-
Herdís Egilsdóttir,
kennari
-
Áslaug
Brynjólfsdóttir, fyrrv. fræðslustjóri í Reykjavík
-
Jón Baldvin
Hannesson, skólaráðgjafi
-
Rúnar Sigþórsson,
skólaráðgjafi og lektor við Háskólann á Akureyri
-
Karl Frímannsson,
skólastjóri Hrafnagilsskóla
-
Anna
Guðmundsdóttir, aðstoðarskólastjóri Hrafnagilsskóla
-
Halldóra
Björnsdóttir, ráðgjafi og útgefandi
-
Kristján
Kristjánsson, prófessor við Háskólann á Akureyri
-
Valgerður Snæland
Jónsdóttir, M. Phil.
-
Sigurður Björnsson,
lektor við Kennaraháskóla Íslands
-
Guðrún
Pétursdóttir, forstöðumaður Sjávarútvegsstofnunar Háskóla
Íslands
-
Jónína Bjartmarz,
alþingismaður og formaður samtakanna Heimili og skóli
|