l Heim l Um ÍMS l Starfsmenn l GEMS l Tengt efni l Samband l
Sameiginleg gildi Hnattrænn skilningur Allt er gert framúrskarandi vel Þjónusta við mannkynið
 
 
           
bullet

Fjórir hornsteinar menntunar

Í hugmyndafræði skólans er áhersla lögð á að hvetja einstaklinginn og hámarka þroska hans og samfélagsins. Skólinn byggir starf sitt á fjórum meginhugmyndum eða hornsteinum menntunar:
  • Afburða færni (að gera allt framúrskarandi vel – hugur/þekking)
  • Samvinna (heimsskilningur – hjarta/viðhorf)
  • Sköpun (þjónusta við samfélagið – líkami/leikni)
  • Ábyrgð (sameiginleg gildi – andi/gildi)
Sameiginleg gildi - AÐ VERA
(Dyggðir)
ANDI
Andleg


Gildi gæða verkin merkingu. Fræðsla um gildi er undirstöðuatriði í þroska barnsins. Án hennar verður námið merkingarlaust. Þegar börnin skynja ekki merkingu með námi sínu missa þau áhugann og skólaganga þeirra ber ekki tilætlaðan árangur fyrir þau sjálf og samfélagið. ÍMS stefnir að:

o Fordæmi kennara og foreldra
o Skólakjörorðum og hugsjónum
o Fræðslunámskeiðum fyrir foreldra
o Þjálfunarnámskeiðum fyrir kennara
o Daglegri íhugun
o Skólanámskrá sem samþættir sammannleg gildi og skapgerðarþroska við þekkingu og færni
o Fordæmi kennara að því er varðar"afburða færni á öllum sviðum."
Hnattrænn skilningur - Að ELSKA
(Viðhorf)
HJARTA
Mannleg


Börnin verða að læra að sjá þjóðlega og menningarlega fjölbreytni sem kost en ekki galla og tileinka sér virðingu fyrir öllu lífi. Ást og virðing fyrir öðrum, eðlileg samskiftahæfni og sannur skilningur eru undirstaða heimsskilnings. Fræðsla um menningu og hefðir getur ekki í sjálfu sér orðið grundvöllur einingar. Kenna verður börnunum að virða lífið og elska náunga sína hvort sem þau þekkja þá eða ekki eða hvort sem þeim geðjast að þeim eða ekki. ÍMS stefnir að:

o Áherslu á fjölbreytileika
o Fræðslu um menningarheildir, trúarbrögð og siði og raunverulegum áhuga á þeim
o Að kenna á ýmsum tungumálum og innræta börnunum brennandi áhuga á þeim
o Samskiptum við aðra skóla
o Alþjóðlegum samstarfsverkefnum
o Jafnrétti í menntun beggja kynja
o Starfsemi sem miðar að heimsfriði
o Alþjóðlegum búðum og nemendaskiftum
Að gera allt framúrskarandi vel - Að VITA
(Þekking)
HUGUR
Efnisleg


Markviss menntun stefnir að því að kenna barninu að temja sér framúrskarandi vinnubrögð. Barn sem gerir þetta að leiðarreglu í lífi sínu verður betur í stakk búið til að þroska hæfileika sína til fulls og ná framúrskarandi árangri. Afburða færni getur orðið "norm". ÍMS stefnir að:

o Samstarfsferli í námi
o Rannsóknarmiðstöð fyrir nýjungar (í menntun)
o Aukinni áherslu á skilning
o Áherslu á "hversvegna", ekki aðeins "hvernig" eða "hvað"
o Gæðanámshringjum
o Samstarfi kennara-nemanda-foreldra
o Kerfi "verndarkennara" (tenglar við foreldra)
o Markvissri hvatningu sem beinist jafnt að árangri og viðleitni, þar sem tekið er mið af mörgum hliðum afburða færni.
Þjónusta við mannkynið - Að FRAMKVÆMA
(Leikni) LÍKAMI
Líkamleg


Hvetja verður börn til að leggja sitt af mörkum til að bæta heiminn. Þegar barn lærir að sinna umhverfi sínu og þeim sem þurfa á hjálp að halda styrkist sjálfsmynd þess og það fær hvatningu sem skólagangan ein saman getur ekki veitt því. Stefna ÍMS er að:

o Börnin kynnist náttúrunni og læri að meta hana
o Gefa börnum tækifæri til að þjóna öðrum
o Setja upp búðir úti í náttúrunni, eflingu alþjóðavitundar
o Fá börnin með í verkefni um sjálfbæra þróun
o Fá foreldra, nemendur og kennara til að vinna sameiginlega að þjónustuverkefnum
o Samstarfsreglum í framkvæmd og samráði við þá sem börnin þjóna
o Hjálpa börnum að verða leiðtogar á sviði þjónustu við mannkyn

 
 
l Heim l Um ÍMS l Starfsmenn l GEMS l Tengt efni l Samband l                                                    

Íslensku menntasamtökin ses

Garðatorg 7, 2 hæð, 210 Garðarbær
Sími: 544 2120 Fax: 544 2119 Netfang:
ims@ims.is

Copyright 2004 Íslensku menntasamtökin ses, All Rights Reserved